Heimsókn Friðriks krónprins Dana og Mary krónprinsessu

Friðrik krónprins Dana og Mary krónprinsessa heimsóttu Þingvelli í heimsókn sinni 6. maí 2008 og fengu sér gönguferð niður Almannagjá ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Síðdegis skoðuðu þau Gullfoss og Geysi þar sem þau gengu að konungssteinunum svokölluðu en þeir bera skrautverk sem höggvið er í þá, ásamt ártölunum 1874, 1907 og 1921, til minningar um heimsóknir þriggja Danakonunga til landsins.