Heimsókn í Bláskógabyggð þar sem kynnt var verkefnið ,,Virkjum hæfileikana-alla hæfileikana“

Mynd af sveitarstjóra Bláskógabyggðar taka við öskju sem er tákn fyrir samstarfsverkefnið.

19300_wwww

Vinnumálastofnun,  Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp hafa ákveðið að fara af stað með samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu.  Verkefnið hefur fengið nafnið Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana. 

Með þátttöku í verkefninu geta opinberar stofnanir og sveitarfélög ráðið til sín einstaklinga með skerta starfsgetu með stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálatofnundar og vinnusamningi Öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af  launum og launatengdum gjöldum.

Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast upplýsingar um verkefnið.

https://vinnumalastofnun.is/virkjum-haefileikana-alla-haefileikana

Hluti af frétt tekin af síðu Vinnumálastofunar.