Heimsókn í Sigurhæðir

Fulltrúar Bláskógabyggðar heimsóttu nýverið Sigurhæðir á Selfossi, þar sem starfrækt er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. Sveitarfélagið er einn af styrktaraðilum starfseminnar, sem rekin er af Soroptimistaklúbbi Suðurlands. Klúbburinn hefur afhent Bláskógabyggð appelsínugula fána sem flaggað verður frá 25. nóvember til 10. desember, í tilefni af vitundarvakningu um útrýmingu kynbundins ofbeldis.