Hjólað í vinnuna

Fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á iði, stendur fyrir ,,Hjólað í vinnuna„, heilbrigðri fyrirtækjakeppni um allt land dagana 6. – 26. maí.

Meginmarkmið ,, Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Starfsmenn Bláskógabygðar hjá Íþróttamiðstöðinni í Reykholti láta sitt ekki eftir liggja. „Starfið kallar á að maður sýni fordæmi“ sagði Pétur forstöðumaður.