Hlaupa- og þrautakeppni í janúar 2020

Laugardaginn 25. janúar nk. verður haldin hlaupa- og þrautakeppni þar sem m.a. verður hlaupið eftir hluta Einholtsvegar. Gera má ráð fyrir að keppendur verði á veginum á milli kl. 10 og 10:30 að morgni laugardagsins og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. Nánar tiltekið er um að ræða keppni á vegum fransks fyrirtækis og Tinda Travel ehf þar sem 45 tveggja manna kvennalið munu keppa í hinum ýmsu þrautum víðsvegar á Suðurlandi. Mikil áhersla er lögð á öryggisatriði og biðjum við sem fyrr segir vegfarendur um að sýna aðgát og tillitsemi.
Dagskráin er sem segir:
24. janúar – föstudagur
Gönguskíða- og snjóþrúgukeppni í Bláfjöllum
25. janúar – laugardagur
Hlaupa- og þrautakeppni Einholtsvegi, eftir gamla Gullfossvegi og upp að Gullfossi.
26. janúar – sunnudagur
Hlaupakeppni á Skógum, meðfram Skógafossi upp Skógaheiði.