Hleðslustöð komin í gagnið á Laugarvatni

Nú er hægt að hlaða rafmagnsbíla á Laugarvatni. Við íþróttahúsið á Laugarvatni hefur verið sett upp rafhleðslustöð. Hún er með tveimur tenglum 22 kílówött. Ísorka rekur stöðina, en Bláskógabyggð stóð fyrir uppsetningunni.