Hóf til heiðurs íþróttafólki Bláskógabyggðar

Laugardaginn 12. janúar n.k. verða þeir sem skarað hafa fram úr á sviði íþrótta á liðnu ári heiðraðir. Einstaklingar sem urðu íslandsmeistarar, bikarmeistarar eða voru valdir í landslið fá viðurkenningu ásamt því að íþróttamaður ársins í Bláskógabyggð verður útnefndur.
Hófið sem hefst kl 14:00 verður haldið í Aratungu og eru allir hvattir til að koma og heiðra okkar frábæra íþróttafólk með nærveru sinni og þiggja léttar kaffiveitingar.
Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar