HÓF TIL HEIÐURS ÍÞRÓTTAFÓLKI Í BLÁSKÓGABYGGÐ

Hóf til heiðurs íþróttamönnum Bláskógabyggðar verður haldið fimmtudaginn 14. febrúar  kl 17:30 í íþróttahúsinu á Laugarvatni.

Íþróttamönnum sem stóðu sig vel á árinu 2018 verður veitt viðurkenning og lýkur verðlaunaafhendingu með því að lýst er yfir kjöri íþróttamanns Bláskógabyggðar árið 2018.

Allir velkomnir!

Boðið verður upp á ís, kaffi og kleinur

Æskulýðsnefnd