Hreinsun plastúrgangs

Vegna frétta að undanförnu um plastúrgang á svæði sem ætlað var fyrir óvirkan úrgang við Spóastaði er rétt að fram komi að Bláskógabyggð og Terra munu, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, hreinsa svæðið.

Terra er að vinna áætlun um framgang verksins, sem kynnt verður sveitarfélaginu og lögð fyrir Heilbrigðiseftirlitið. Til að tryggja það að allur úrgangur fari í réttan farveg hvetur Bláskógabyggð til þess að úrgangur sé rétt flokkaður, hvort sem það er í sorpílát við heimili, á gámasvæðum, grenndarstöðvum eða hjá fyrirtækjum.