Hreinsunarátak í Bláskógabyggð 2015
Hreinsunarátak verður í Bláskógabyggð dagna 15. og 16. maí n.k. Allar gámastöðvar Bláskógabyggðar verða opnar föstudaginn 15. maí frá kl. 12:00 – 18:00 og laugardaginn 16. maí frá 14.00 – 16.00. Losun verður gjaldfrjáls. Notum tækifærið, hreinsum í kringum hús, í görðum, í nánasta umhverfi okkar, rúlluplast og annað áfokið rusl af girðingum ofl.
Kveðja Kristinn L. Aðalbjörnsson
Sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar