Hreinsunardagar í Bláskógabyggð helgina 26. – 27. ágúst 2011

Helgina 26. – 27. ágúst verða sorpmóttökustöðvar sveitarfélagsins opnar frá 14:00-18:00 og verður hægt að koma með sorp endurgjaldslaust þá daga.

Móttökustöðvarnar á Laugarvatni og Reykholti verða opnar báða dagana en móttökustöðin á Heiðarbæ í Þingvallasveit er aðeins opnin á laugardaginn.

Sá úrgangur sem berst á gámastöðvarnar þarf að vera flokkaður í samræmi við flokkunarkerfin á hverjum stað.

Notum tækifærið, hreinsum í kringum hús, í görðum og í nánasta umhverfi okkar.