Hreinsunardagur í Bláskógabyggð 24. ágúst 2012

Föstudaginn 24. ágúst verða sorpmóttökustöðvar sveitarfélagsins opnar frá 12:00-18:00 og verður hægt að koma með sorp endurgjaldslaust þann dag.

 

Sá úrgangur sem berst á gámastöðvarnar þarf að vera flokkaður í samræmi við flokkunarkerfin á hverjum stað.

 

Notum tækifærið, hreinsum í kringum hús, í görðum og í nánasta umhverfi okkar.