Hreinsunardagur í Bláskógabyggð

Hreinsunardagur var í Bláskógabyggð 15. júní 2010 og  var grillað á eftir.  Fólk streymdi út og margir tóku til í kringum sig og á stöðum sem þeir höfðu tekið eftir að rusl væri.  Vinnuskólinn hefur verið duglegur að gera fínt í Reykholti og nágrenni.  Slátturteymið stendur sig vel svo við getum öll verið hreykin af umhverfi okkar.  Þjóðhátíðardagurinn mun skarta sínu fegursta, fallegt veður og hreint umhverfi.