Hreinsunarvika í Bláskógabyggð

Vikuna 30.maí – 5.júní verður hreinsunarvika í Bláskógabyggð. Íbúar eru hvattir til þess að „gera hreint fyrir sínum dyrum“ þ.e. að taka til í kringum hús sín og í görðum. Einnig að fara yfir girðingar og skurði í næsta nágrenni.

Helgina 4 – 5.júní verður móttökustöðin opin frá kl 14:00 – 18:00 báða dagana og verður hægt að henda rusli þar án endurgjalds. Fólk er beðið um að flokka ruslið eins og hægt er og henda í viðeigandi gáma. Sömu daga milli kl 16:00 – 18:00 verður Björgunarsveit Bláskógabyggðar á ferðinni í Reykholti og tekur það rusl sem sett hefur verið út fyrir lóðarmörk. Vinsamlegast gangið snyrtilega frá því. Nálgast má svarta ruslapoka í Aratungu á opnunartíma alla vikuna.

Laugardaginn 4. júní kl 18:00 verður grillveisla við Aratungu þar sem boðið verður upp á pylsur og gos.

 

Notum tækifærið og losum okkur við draslið

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar