Hringtorgin í Reykholti – nafnasamkeppni

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að efna til samkeppni um nöfn á hringtorgin í Reykholti. Hugmyndum að nöfnum skal skila á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is fyrir 15. júlí nk. Nöfn hringtorganna verða kunngjörð á hátíðinni Tvær úr tungunum sem fram fer í Reykholti 19. ágúst nk. Hvetjum alla til að senda inn sínar hugmyndir að nöfnum á hringtorgunum.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar