Hrund Harðardóttir ráðin skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar

Hrund Harðardóttir á Selfossi hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar og tekur við starfinu af Arndísi Jónsdóttur frá 1. ágúst 2011. Hrund hefur  starfað í Sunnulækjarskóla undanfarin fjögur ár og er deildarstjóri  stoðþjónustu.