Húsnæðisbætur

Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun formlega hefja starfsemi 16. nóvember n.k. og áætlað er að opna fyrir umsóknir þann 21. nóvember.
Þá er einnig búið að opna heimasíðu með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur: www.husbot.is

En einnig er hægt að nota: www.husnaedisbaetur.is