Hvernig viljum við hafa skólana okkar?

Boðað er til tveggja íbúafunda til að ræða málefni skólanna í Bláskógabyggð.

Nú er senn á enda annað skólaár eftir skipulagsbreytingar hjá Bláskógaskóla eftir að Grunnskóli Bláskógabyggðar og leikskólinn Gullkistan á Laugarvatni voru sameinaðir í eina stofnun, Bláskógaskóla.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar finnst réttur tími nú að gera úttekt á starfi leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar til að meta árangur af breyttu skipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að semja við óháðan fagaðila til að leiða þetta verkefni og var Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, ráðinn til þess.

Ingvar mun kynna sér aðstæður í skólum Bláskógabyggðar, þ.e. Bláskógaskóla og Álfaborg og eiga viðtöl við stjórnendur og fulltrúa sveitarfélagsins. Þá mun hann eiga fundi með starfsfólki skólanna, foreldrum og öðrum íbúum þar sem könnuð verða viðhorf til núverandi skipulags í skólamálum og afstaða til hugsanlegra breytinga.

Íbúafundirnir verða tveir:

  1. Í húsakynnum Bláskógaskóla á Laugarvatni miðvikudaginn 7. maí, kl. 20.00-21.30
  2. Í húsakynnum Bláskógaskóla í Reykholti fimmtudaginn 8. maí, kl. 20.00-21.30

Á fundunum verða eftirfarandi spurningar ræddar:

  1. Hvert er mat ykkar á núverandi skólaskipan?
  • Hvað eruð þið ánægð með? Hvað mætti helst betur fara?
  1. Hvernig líst ykkur best á að þróa skólastarfið á næstu árum?
  • Viljið þið óbreytta skipan eða viljið þið aðra tilhögun og þá hverja?

Bent er á að íbúum er  velkomið að hafa beint samband við Ingvar (skolastofan@skolastofan.is eða í síma 896 3829). Þeim sem ekki komast á fundina er sérstaklega bent á að hafa samband.

Við vonum að við sjáum sem flesta á þessum fundum.

_____________________________________

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar