Hvítárbrú. Brúarvígsla föstudaginn 9. september 2011

Brúarvígsla og stefnumót sveitunga

Föstudaginn 9. september munu vegamálastjóri og innanríkisráðherra standa fyrir formlegri vígslu á Hvítárbrú og verður klippt á borðann klukkan 15:00.

Í tilefni af þessum merkisviðburði ætla heimamenn beggja vegna brúarinnar að gera sér glaðan dag og hittast.

Íbúar í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð eru hvattir til að ganga á móti hver öðrum og mætast á brúnni.

Kvenfélagskonur munu klæðast þjóðbúningum og eru allar konur sem þá eiga hvattar til að mæta uppábúnar.

Félagar í Karlakór Hreppamanna taka lagið á brúnni að lokinni vígslu.

Sveitungar eru hvattir til að taka þátt og koma að brúnni gangandi, skokkandi,  ríðandi eða jafnvel á gömlum bílum.

Á eftir er upplagt að  heimsækja vini í nágrannasveit eða bregða sér á næsta veitingastað þar sem án efa verða brúartilboð í tilefni dagsins.

Brúarhlaup

Í tilefni dagsins verður boðið upp á „Brúarskokk“ fyrir börn.  Ræst verður  kl. 14.15 á  tveimur  stöðum, annars vegar í Hrunamannahreppi og hins vegar í Biskupstungum og skokkað að brúnni á undan vígslunni.

Þetta verður stutt skemmtiskokk og þeir sem hafa áhuga á að hlaupa mæta einfaldlega á staðinn.

Hlaupið verður ræst á tveimur stöðum í einu, í fyrsta lagi við afleggjarann við Galtalæk og í öðru lagi við hringtorgið á Flúðum.

Lengd hlaupsins er 2,1 km. en endað verður á miðri brú.

Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í hlaupinu þurfa að mæta kl 14:00 við afleggjarann á Galtalæk og við hringtorgið á Flúðum.

Hlaupið verður ræst kl. 14:15.

Vonast til að sem flestir komi og taki þátt í hlaupinu.

Veitt verða verðlaun fyrir þátttökuna.

Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa samband.

Helgi Kjartansson og Árni Hilmarsson

Með kveðju

Atvinnu- ferða- og menningarmálnefndir Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar, Kvenfélög og Ungmennafélög Biskupstungna og Hrunamanna.

Björgunarsveitirnar beggja vegna brúar og ferðamálafulltrúi.