Íbúafundir í Bláskógabyggð

Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð
Fyrirhugað er að hefja lagningu ljósleiðara í Bláskógabyggð á þessu ári.
Kynningarfundur vegna verkefnisins verður haldinn mánudaginn 6. maí n.k. kl. 20 í Aratungu, Reykholti.

Deiliskipulag Laugarvatns
Unnið er að endurskoðun gildandi deiliskipulags þéttbýlisins á Laugarvatni, þar sem m.a. er lögð áhersla á skipulag þess landsvæðis sem sveitarfélagið eignaðist í skiptum við ríkið.
Íbúar eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á framtíðarskipulag.
Íbúafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 16 í Bláskógaskóla, Laugarvatni.
Bláskógabyggð