Íbúafundir vegna ljósleiðara

Boðað er til íbúafunda til að fara yfir ljósleiðaramál í Laugarási, Reykholti og Laugarvatni. Allir sem áhuga hafa á lagningu ljósleiðara í þéttbýlisstöðunum eru hvattir til að mæta.

Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

Þriðjudaginn 4. júní – Slakki/Laugarás kl. 18:00
Fimmtudaginn 6. júní – Aratunga/Reykholt kl. 17:30
Þriðjudaginn 11. júní – Bláskógaskóli/Laugarvatn kl. 17:30

Bláskógabyggð