Íbúafundur
Boðað er til íbúafundar vegna þeirrar ákvörðunar Háskóla Íslands að flytja nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Fundurinn verður haldinn í matsal Háskóla Íslands á Laugarvatni fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 17:00.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, mæta á fundinn.
Á fundinum verður kynnt og undirrituð viljayfirlýsing um breytta starfsemi Háskóla Íslands á Laugarvatni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar.