Íbúafundur

Þriðjudaginn 8. október n.k. kl. 17 stendur Bláskógabyggð fyrir opnum íbúafundi þar sem Gerður G. Óskarsdóttir mun kynna niðurstöður kortlagningar á viðhorfum og væntingum um skipan unglingastigs grunnskóla í Bláskógabyggð. Að kynningu lokinni gefst fundarmönnum kostur á að taka þátt í umræðum um málefnið. Skýrsla Gerðar er aðgengileg á vef Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is.
Fundurinn verður haldinn í Efstadal og verður boðið upp á veitingar í hléi.

 

Smellið á á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast skýrsluna

29.9.2019_Blásk.b._unglingastig_Kortlagning_GGÓ