Íbúafundur
Íbúafundur verður haldinn í matsal HÍ á Laugarvatni fimmtudaginn 26. janúar n.k. kl. 17:30. Þar munu fulltrúar frá Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetri kynna hvað felst í því að húsnæði HÍ verður nýtt fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og svara spurningum þar að lútandi.
Súpa og brauð í boði að hætti kvenfélags Laugdæla. Íbúar eru hvattir til að mæta.