Íbúafundur Bláskógabyggðar

Íbúafundur Bláskógabyggðar verður  haldinn í Menntaskólanum að Laugarvatni  miðvikudagskvöldið 17. nóvember n.k.  kl. 20:30.

Umræðuefni:

1)      Fjármál Bláskógabyggðar og framtíðarsýn, sveitarstjórinn Valtýr Valtýrsson.

2)      Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi segir frá friðun skógarins og  sögu gróðursetningar við Laugarvatn.

3)      Göngustígagerð, og sauðfjárgirðing um  þéttbýlið.

4)      Héraðsskólahúsið.

5)      Önnur mál

Allir hjartanlega velkomnir.

Það er tilhlökkunarefni að sjá og hitta sem flesta á fundinum og að heyra álit þeirra á málefnum sveitarfélagsins.

Oddviti Bláskógabyggðar.