Íbúafundur í Laugarási

Boðað er til íbúafundar í Slakka í Laugarási mánudaginn 4. október n.k. vegna vinnu við endurskoðun deiliskipulags Laugaráss. Ráðgjafar vegna deiliskipulagsvinnunnar og fulltrúar í starfshópi sveitarfélagsins verða á staðnum milli kl. 16 og 18. Allir sem hafa áhuga á skipulagsmálum og þróun Laugaráss eru hvattir til að mæta og koma sínum hugmyndum á framfæri.