Íbúafundur um deiliskipulag og framtíðarnýtingu Skálholtsjarðarinnar 23.febrúar 2016 kl. 14.30 – 16.30 í Skálholtsskóla

Rætt um deiliskipulag og framtíðarnýtingu Skálholtsjarðarinnar        

Stjórn Skálholts hefur boðað til íbúafundar vegna vinnu við nýtt deiliskipulag Skálholtsstaðar og framtíðarnýtingu Skálholtsjarðarinnar þriðjudaginn 23. febrúar kl. 14.30 – 16.30 í Skálholtsskóla. Kynnt verða áform og hugmyndir um framtíð jarðarinnar og kallað eftir umræðum. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa.