Íbúafundur vegna deiliskipulags Laugarvatns

Miðvikudaginn 13. maí kl. 17:30 verður haldinn íbúafundur í íþróttahúsinu á Laugarvatni þar sem kynnt verður tillaga að deiliskipulagi þéttbýlisins á Laugarvatni.

Vegna gildandi takmarkana á samkomuhaldi er þess óskað að þeir sem hyggjast mæta á fundinn skrái sig á skrifstofu Bláskógabyggðar, með því að hringja í síma 480 3000 eða með því að senda tölvupóst á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is. Ef skráningar verða það margar að fjöldi fundarmanna fari fram úr 50 verður haldinn annar fundur fyrir þá sem ekki komast að á þeim fundi sem hér er auglýstur.

Á fundinum munu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins og vinnuhópurinn kynna tillöguna og svara fyrirspurnum. Tillöguna má sjá á vef sveitarfélagsins, www.blaskogabyggd.is.

LAUGARVATN-03_DSK-01_blad1

LAUGARVATN-03_DSK-01_blad2

LAUGARVATN-03_DSK-01_blad3