Íþróttagólfið tekið í notkun

Á sunnudaginn var fyrsti íþróttaviðburðurinn haldinn í íþróttahúsinu á Laugarvatni eftir að skipt var um gólfefni á húsinu. Körfuknattleikslið Laugdæla tók á móti Vestra frá Ísafirði. Gestirnir báru sigur úr býtum en Laugdælir áttu góða spretti á vellinum. Bláskógabyggð bauð upp á veitingar og áttu áhorfendur og keppendur góða stund í íþróttahúsinu og voru allir á einu máli um það að hið nýja parketgólf væri til mikilla bóta.