Íþróttahúsið á Laugarvatni undirritun samnings

Á morgun, fimmtudaginn 31. ágúst fer fram formleg undirritun á samningi á milli Bláskógabyggðar og ríkisins um afhendingu íþróttahússins á Laugarvatni yfir til sveitarfélagsins. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, mun undirrita samninginn fyrir hönd ríkisins. Með undirrituninni verður allri óvissu um rekstur íþróttahússins eytt. Undirritunin fer fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni kl. 14:00 og eru allir velkomnir.