Íþróttahúsið á Laugarvatni

Það stendur mikið til í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Þar mun verða lagt nýtt parketgólf í miklum gæðum. Verkefnið var boðið út snemma á árinu. Gengið var til samninga við fyrirtækið Sporttæki um verkefnið. Efni og vinna er innifalið í því. Verkið er í þann veginn að hefjast. Á myndinni sem tekin var á verkstað má sjá frá hægri Lúkas frá framleiðanda gólfsins, Þröst frá Sporttækjum, Elías umsjónarmann íþróttahússins, Sigurð frá Sporttækjum og Gunnar hjá heilsueflandi samfélagi.