Íþróttamiðstöðin í Reykholti

 Tækjasalur

Laugardaginn 24. sept. n.k. verður Halla Heimisdóttir, einkaþjálfari,  í tækjasalum til að gefa góð ráð varðandi þrektækin. Það eru Ungmennafélag Biskupstungna og Kvenfélag Biskupstungna ásamt Íþróttamiðstöðinni  sem standa að komu Höllu og vilja þessir aðilar hvetja alla þá sem áhuga hafa á bættri heilsu að mæta.

13:00   Þreksalur – Kennsla á þrektækin, kynning á mismunandi styrktarprógrömmum ofl.

14:30   Fyrirlestur um mataræði og næringu. Halla mun svara spurningum um allt það sem fólki  liggur á hjarta.

15:00   Ketilbjöllur- kynning og létt æfing

Síðan ætlar íþróttamiðstöðin að standa fyrir hvatningarleik í okt sem verður auglýstur síðar með dreifibréfi.

Allir velkomnir

Ungmennafélag Biskupstungna

Kvenfélag Biskupstungna

Íþróttamiðstöðin í Reykholti