Jólamarkaður Kvenfélags Biskupstungna

Jólamarkaðurinn verður haldinn í Aratungu laugardaginn 5.desember og stendur frá kl 13:00 til 17:00

Að venju verður fjölbreytt vöruúrval og tilvalið að versla jólagjafir. Kvenfélagið verður með tombólu og hið margrómaða kaffihlaðborð verður á sínum stað.

Þeir sem hafa áhuga á að selja á markaðnum vinsamlegast hafið samband við Herdísi; herdisfr@gmail.com eða í síma 696-6764, eða Þrúðu; truda53@gmail.com eða 862 8640 sem fyrst. Hálft borð kostar 1000 kr og heilt borð 2000 kr. Ef þið lumið á skemmtilegum tombóluhlutum þá er slíkt vel þegið og hægt að láta vita af þeim eða koma með þá á markaðinn.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!

Kvenfélagskonurnar