Kaffisamsæti – íbúar 60 ára og eldri

Öllum íbúum í Bláskógabyggð 60 ára og eldri er boðið í kaffisamsæti í Aratungu fimmtudaginn 17. maí nk, kl. 14:00. Tilefnið er að fulltrúi frá Héraðsskjalasafni Árnesinga mun mæta með gamlar myndir úr sveitarfélögunum til að fá aðstoð heimamanna við að nafngreina einstaklinga og staðhætti á myndum.

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, mun segja frá ýmsu skemmtilegu sem á daga hans hefur drifið sem sveitarstjóri.

Aðstaða eldri borgara í Bergholti verður skoðuð og sú aðstöðusköpun sem verið er að vinna að þessa dagana.

Með von um góða mætingu,

Helgi Kjartansson, oddviti