Kaldavatnsframkvæmdir í Bláskógabyggð

Frá undirritun samnings við BD Vélar ehf  en á myndinni eru Margeir Ingólfsson Oddviti Bláskógabyggðar og Þórarinn Kristinsson BD Vélum ehf.

Áætlað er að fara í töluverðar kaldavatnsframkvæmdir á þessu ári í Bláskógabyggð. Um er að ræða nýjan kaldavatnsstofn inn í byggðina á Laugarvatni auk þess sem lagður verður nýr stofn frá Austurhlíð í Laugarás, en sá stofn mun m.a. tengjast Reykholti. Framkvæmdir eru að hefjast við stofninn frá Austurhlíð og munu BD Vélar ehf. sjá um verkið. Samið hefur verið við Set ehf um lagnaefni en áætlað er að heildarkostnaður við kaldavatnsframkvæmdir á árinu verði rúmar 120 milljónir.