Karlakóramót á Flúðum

Kötlumót verður haldið laugardaginn 16. október á Flúðum.  Mótið er í umsjá Karlakórs Hreppamanna, en Katla er samband Sunnlenskra karlakóra
Á mótinu koma saman á Flúðum 16 íslenskir karlakórar, alls staðar að af landinu  ásamt einum kór frá Finnlandi. Þetta verður mikil  tónlistarveisla.  Hver kór heldur sína tónleika og síðan verður samsöngur allra kóranna. Það ætti enginn að missa af þessum stórviðburði, sem fram fer í félagsheimilinu og Límtréshöllinni á Flúðum.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá verður að finna á www.fludir.is

Með því að smella á linkinn dagskrá hér fyrir aftan má nálgast dagskrá mótsins.  Dagskrá