KIA Gullhringinn, hjólað verður þann 7. júlí 2018

Nú er um það bil tvær vikur í KIA Gullhringinn sem haldin er í uppsveitum Árnessýslu. Keppnin er haldin laugardaginn 7. júlí næst komandi og er sem fyrr hjólað um uppsveitir Árnessýslu og hægt er að skoða leiðirnar hérna https://gullhringurinn.is

Stjórnendur keppninar hafa endurskipulagt hana með öryggi keppenda og almennra vegfaranda í huga og vildu koma eftirfarandi á framfæri:

Í samráði við Vegagerð og Lögreglu er við að vinna að ákveðnum lokunum á vegunum í kringum Laugarvatn til að létta umferðastjórn og auka öryggi bæði akandi og hjólandi umferðar á svæðinu.

Þetta er ekki staðfest ennþá en ágætt að fara að hugsa um það að Laugardaginn 7. júlí mætti búast við tímabundnum aðkeyrslu lokunum að Laugarvatni.

Fyrst ber að nefna lokun inn á Lyngdalsheiði frá Þingvöllum á milli 18:4 til ca 19:10 og svo aftur á sama stað frá ca 21:00 til 22:00.

Þá verður lokað verði frá Geysi að Laugarvatni í 30 mínútur frá kl 18:45 til ca 19:15.

Að lokum verður lokað frá Svínavatni að Laugarvatni frá 18:30 til 19:10 í ca 40 mínútur og svo verður lokað í báðar áttir til og fá Laugarvatn – Svínavatn frá ca 20:30 til 21:30 en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.

Lokanirnar frá 18:45 til 19:10 létta á umferðinni í gegnum Laugarvatn þegar keppendur ræsa frá Laugarvatni. Seinni lokanirnar eru svo til að tryggja öryggi þegar þeir koma hjólandi í mark á Laugarvatni.