Klippikort fyrir gámasvæði

Klippikort fyrir árið 2021 eru tilbúin til afhendingar.

Kortin verða afhent á gámasvæðum sveitarfélagsins á hefðbundum opnunartíma.

Sem fyrr þá eru kortin ætluð greiðendum sorpeyðingargjalds. Athugið – eitt kort er fyrir hverja fasteign, líka í þeim tilvikum þar sem greiðendur sorpeyðingargjalds eru fleiri en einn. Viðtakandi kvittar fyrir móttöku kortsins.