Klippikort fyrir gámasvæði

Á næstu dögum munu greiðendum sorpeyðingargjalda í Bláskógabyggð berast með pósti svokölluð klippikort til að nota á gámasvæðum sveitarfélagsins. Að dreifingu kortanna lokinni mun hefjast gjaldtaka á gámasvæðunum. Þegar inneign á viðkomandi klippikortum klárast verður innheimt gjald fyrir gjaldskyldan úrgang. Eigendur íbúðar- og frístundahúsa geta skilað nokkrum tegundum úrgangs og endurvinnsluefna á gámasvæðin, án gjaldskyldu. Rekstrarúrgangur verður að mestu leyti gjaldskyldur. Gjaldskrá gámasvæða má nálgast á vef sveitarfélagsins, www.blaskogabyggd.is, auk þess sem þar má nálgast dreifibréf sem munu berast greiðendum sorpeyðingargjalds. Fyrirtæki og aðrir aðilar sem skila miklu magni af úrgangi á gámasvæðin geta verið í reikningsviðskiptum. Fyrirspurnir má senda á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is.