Könnun frá Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar

Kæru íbúar Bláskógabyggðar.

Föstudaginn 20. mars 2015 var haldið í fyrsta sinn Umhverfisþing Bláskógabyggðar þar sem skemmtilegir fyrirlesarar fræddu þáttakendur um umhverfismál. Seinni part dags var haldin vinnustofa með þeim sem mættu.

Markmið vinnustofunnar var að safna saman hugmyndum frá íbúum til að aðstoða við stefnumótun fyrir umhverfismál í Bláskógabyggð.

Hátt í 150 hugmyndir fengust og munu þær verða birtar í skýrslu von bráðar. En áður en skýrslan verður birt langar okkur í umhverfisnefnd að sýna ykkur hugmyndirnar sem fengust og biðja ykkur um að flokka þær eftir því sem ykkur þykir vera mikilvægustu málefnin.

Þar með fáið þið tækifæri á að láta skoðanir ykkar í ljós og taka virkan þátt í þessari stefnumótun.

Vinsamlegast smellið hér til að komast í könnunina.

Með ósk um góða þátttöku,

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar