Kór Akraneskirkju í Skálholtskirkju!

Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Skálholtskirkju, laugardaginn 15. maí  nk. kl. 12  á hádegi.

Þar mun kórinn syngja fallega sálmadagskrá sem byggist að mestu upp á frábærum útsetningum Gunnars Gunnarssonar, organista Laugarneskirkju.  Gunnar hefur verið ófeiminn að glæða sálma og lög  nýju lífi með sínum hugmyndum og eru útsetningar hans ríkar af fallegum hljómasamsetningum. Á meðal laga sem flutt verða eru m.a. Tvær stjörnur eftir Megas, Umvafin englum eftir Söru McLachlan, falleg bæn eftir KK og nýlegt lag eftir Gunnar við sálm Jónu Hrannar Bolladóttur.  Sálmar eftir Sigurbjörn Einarsson verða einnig áberandi að ógleymdum verkum eftir Knut Nysted, Anders Öhrwall og Egil Hovland.

Gunnar leikur á píanó með kórnum og Tómas R. Einarsson spilar á kontrabassa.

Einnig leika þær Kristín Sigurjónsdóttir á fiðlu og Sigríður Hjördís Indriðadóttir á þverflautu.

 

Einsöng með kórnum syngja Kirstín Erna Blöndal og Sigursteinn Hákonarson.

Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson.