Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Kosning til stjórnlagaþings fer fram þann 27. nóvember 2010

Kjörstaður í Bláskógabyggð verður einungis einn:

Í Íþróttahúsinu í  Reykholti,

Kjörfundur hefst í  kjördeild kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um kosningu til stjórnlagaþings en hægt er að nálgast upplýsingar á internetinu með því að skrá eftirfarandi slóð http://www.kosning.is/stjornlagathing/ , einnig hefur Dóms- og mannréttindaráðuneytið sent út kynningarblað á hvert heimili með upplýsingum um frambjóðendur og leiðbeiningum.

Einnig eru kjósendur minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki og framvísi þeim ef óskað er.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu fram á kjördag.

Yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar