Kynningafundir vegna breytinga á sorphirðu

Frá og með 1. október 2009 hefst tunnuhirðing sorps frá heimilum í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá verða heimilissorpgámar fjarlægðir af opnum svæðum í sveitarfélögunum. Samhliða verða breytingar á móttökusvæðum úrgangs í Bláskógabyggð, en móttökusvæði úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi verður áfram á Seyðishólum. Frá og með 1. október 2009 verða í Bláskógabyggð tvær móttökustöðvar fyrir úrgang, að Lindarskógum 10-14 á Laugarvatni og Vegholti 8 í Reykholti. Einnig verður opið sameiginlegt móttökusvæði sveitarfélaganna fyrir úrgangs að Heiðarbæ, Þingvallasveit, yfir sumarmánuðina. Öðrum móttökustöðvum í sveitarfélaginu verður lokað.
Móttökustöðvar sveitarfélaganna verða opnar á ákveðnum tímum, gerð verður krafa um flokkun úrgangs og allur úrgangur sem ekki ber úrvinnslugjald verður gjaldskyldur.

Kynningafundir verða haldnir sem hér segir:
21. september kl. 20.00 í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni
22. september kl. 20.00 í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi
23. september kl. 20.00 í Félagsheimilinu Aratungu í Reykholti
28. september kl. 20.00 í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöll
Nánari upplýsingar hjá hvoru sveitarfélagi fyrir sig:

Bláskógabyggð: www.blaskogabyggd.is/sorpmal eða þjónustumiðstöð í síma 486-8726.
Grímsnes- og Grafningshreppur: www.gogg.is eða áhaldahús í síma 892-1684.