Kynningarfundur á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í Aratungu 3. febrúar 2016 kl. 16-19.
AÐALSKIPULAG BLÁSKÓGAGYGGÐAR 2015-2027
Kynningarfundur í Aratungu 3. febrúar 2016 kl. 16-19.
Bláskógabyggð hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og er vinna við það langt komin.
Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til framtíðar, sem tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi eru mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjónustukerfi, veitur, íbúðarbyggð, sumarhúsabyggð, verndarsvæði o.fl.
Miðvikudaginn 3. febrúar verður opið hús þar sem íbúar geta skoðað aðalskipulagstillöguna og rætt við skipulagsráðgjafa og fulltrúa úr sveitarstjórn.
Fundurinn verður í Aratungu kl. 16-19. Aðalskipulagstillagan liggur frammi og kl. 17 og verður kynning á tillögunni.
Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta,
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri