Kynningarfundur í Aratungu 24.mars um Aðalskipulag Bláskógabyggðar
AÐALSKIPULAG BLÁSKÓGABYGGÐAR
Kynningarfundur í Aratungu 24. mars kl. 16-19.
Bláskógabyggð hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og er gert ráð fyrir að vinnu við það ljúki vorið 2016. Mikilvægt er að sem best samráð verði við íbúa meðan á skipulagsferlinu stendur og að þeir setji fram sínar hugmyndir. Skipulagsráðgjafi aðalskipulags er Steinsholt sf sem er með aðsetur á Hellu.
Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til framtíðar, sem tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi eru mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjónustukerfi, veitur, íbúðabyggð, sumarhúsabyggð, verndarsvæði o.fl.
Þriðjudaginn 24. mars n.k. verður opið hús um aðalskipulagið þar sem íbúar geta skoðað vinnugögn og rætt við skipulagsráðgjafa og fulltrúa úr sveitarstjórn. Fundurinn verður í Aratungu kl. 16:00-19:00. Vinnugögn aðalskipulags liggja frammi og kl. 17:00 verður kynning á stöðu vinnunnar.
Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta,
Valtýr Valtýsson
sveitarstjóri