Kynningarfundur miðvikudaginn 14. mars: Staða verslunar í Árnessýslu 2012
Staða verslunarinnar í Árnessýslu 2012
– Verslunarmannafélag Suðurlands boðar til borgarafundar –
Dagur: Miðvikudagskvöldið 14. mars
Staður: Tryggvaskáli, Selfossi
Tími: 20:00 – 22:00
Fundarstjóri: Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv.Árborgar
Dagskrá:
20:00 – 20:15 Kynning á Verslunarmannafélagi Suðurlands og fyrir hvað félagið stendur. Margrét Ingþórsdóttir, formaður félagsins.
20:15- 20:30 Staða verslunar í Árborg. Ásta B. Kristinsdóttir, talsmaður hagsmunasamtaka verslunar og þjónustu í Árborg.
20:30 – 20:45 Hvað getur sveitarfélagið gert til að hlúa að versluninni og hvaða ný tækifæri eru í stöðunni til eflingar verslunar ? Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Sv. Árborgar.
20:45 – 21:00 Verslum í heimabyggð. Kristín Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Lindarinnar og Krakkalindarinnar á Selfossi.
21:00 – 21:15 Af hverju að fara yfir heiðina til að versla? Gunnar Bragi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri TRS Selfossi.
21:15- 21:30 „Miðja Suðurlands“ ný 14 – 18 þúsund fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð á 6 hektara lóð við Biskupstungnabraut. Verkfræðingarnir Hallgrímur Óskarsson og Árni Blöndal kynna verkefnið í máli og myndum.
21: 30 – 22:00 Kaffi og kleinur. Umræður og fyrirspurnir.