Kynningarfundur um framtíðarsýn um uppbyggingingu hjúkrunarheimila haldin í Aratungu 25.mars 2015
FRAMTÍÐARSÝN UM UPPBYGGINGU HJÚKRUNARHEIMILA Í ÁRNESSÝSLU
Kynningarfundur í Aratungu 25. mars 2015, kl. 20:00.
Héraðsnefnd Árnesinga skipaði starfshóp til að vinna að úttekt á þörf og mörkun framtíðarsýnar við uppbyggingu hjúkrunarheimila í Árnessýslu.
Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri HSU, hefur leitt störf starfshópsins og mun mæta á almennan íbúafund í Aratungu og kynna niðurstöður vinnuhópsins. Fundurinn verður haldinn í Aratungu, miðvikudaginn 25. mars n.k. klukkan 20:00.
Almennar umræður verða eftir kynningu Unnar og vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetja íbúa Bláskógabyggðar að mæta á fundinn, kynna sér stöðu mála og taka þátt í umræðum.
Valtýr Valtýsson
sveitarstjóri