Kynningarfundur vegna deiliskipulags Laugaráss
Vinna við breytingar á deiliskipulagi Laugaráss er nú á lokametrunum. Kynningarfundur vegna skipulagstillögunnar verður haldinn miðvikudaginn 12. janúar n.k. kl. 17 og verður um fjarfund að ræða. Slóð inn á fundinn má finna hér:
Click here to join the meeting
Skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins munu kynna tillöguna og munu þeir, ásamt starfshópi sveitarfélagsins, svara fyrirspurnum og taka við athugasemdum. Skipulagsuppdráttur verður settur inn á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir næstu helgi. Íbúar, fasteignaeigendur og þeir sem hafa áhuga á skipulagsmálum eru hvattir til að taka þátt í fundinum.