Laus störf hjá Bláskógabyggð

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu Bláskógabyggð:

Skólastjóri leikskólans Álfaborgar
Reykholti, Bláskógabyggð

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf leikskólastjóra Álfaborgar, Reykholti, laust til umsóknar.

Álfaborg er leikskóli með um 34 nemendur og 10 starfsmenn sem starfa á 2 deildum. Í Álfaborg er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, barna, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans.  Áhersluþættir leikskólans eru nám í gegnum leik og unnið er eftir ítölsku stefnunni Reggio Emilia.

Aðalverkefni leikskólaskólastjóra er að bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri og veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og framþróunar skólastarfsins.
Óskað er eftir umsækjanda með leikskólakennaramenntun. Ennfremur að viðkomandi hafi stjórnunarreynslu og stjórnunarhæfileika. Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika og áhuga á skólaþróun.

Umsóknarfrestur er til 2. maí n.k. Umsóknir berist til Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, netfang valtyr@blaskogabyggd.is, sem veitir nánari upplýsingar í síma 486-8808.

Laus störf hjá Leikskólanum Álfaborg – Reykholti

Deildarstjóri:
Laust er starf deildarstjóra í Leikskólanum Álfaborg.  Æskilegt er að umsækjendur hafi leikskólakennararéttindi.  Um er að ræða 100% starf.

Leikskólakennarar:
Laus eru til umsóknar tvær stöður leikskólakennara,  annars vegar 100% staða og hins vegar 80% staða.  Til greina kemur að ráða ófaglærða starfsmenn ef ekki berast umsóknir frá fagmenntuðum umsækjendum.

Álfaborg er leikskóli með um 34 nemendur og 10 starfsmenn sem starfa á 2 deildum. Í Álfaborg er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, barna, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans.  Áhersluþættir leikskólans eru nám í gegnum leik og unnið er eftir ítölsku stefnunni Reggio Emilia.

Nánari upplýsingar um starf og verksvið veitir:
Svanhildur Eiríksdóttir, leikskólastjóri, sími: 863-9595