Laust starf hjá Bláskógaveitu

ATVINNA

Starfsmaður hjá Bláskógaveitu

Laust er til umsóknar starf hjá Bláskógaveitu, Bláskógabyggð.  Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Bláskógaveita er staðsett í sveitarfélaginu Bláskógabyggð, sem jafnframt er eigandi veitunnar.  Bláskógabyggð er staðsett í uppsveitum Árnessýslu og nær yfir Biskupstungur, Laugardal og Þingvallasveit.

Starfslýsing:

 • Vinna við almennan rekstur Bláskógaveitu undir verkstjórn veitustjóra og veitustjórn
 • Vinna við viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir veitumannvirkja
 • Aðstoð við gerð verk- og kostnaðaráætlana vegna viðhaldsverkefna og nýframkvæmda
 • Aðstoð við gerð útboðsgagna vegna viðhaldsverkefna og nýframkvæmda
 • Gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana í samstarfi við veitustjóra og veitustjórn
 • Sjá um uppsetningu og viðhald á viðhaldsbókhaldi veitunnar
 • Dagleg samskipti við viðskiptavini og starfsmenn sveitarfélags
 • Sjá um aflestur á mælum hitaveitu í samráði við veitustjóra
 • Önnur verkefni sem starfsmanni er falið af veitustjórn eða veitustjóra.

Kröfur til menntunar og reynslu:                                     

 • Iðnaðarmenntun og/eða tæknimenntun er æskileg
 • Reynsla og/ eða innsýn í stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg
 • Reynsla í stjórnun og mannaforráðum er æskileg

Kröfur til persónulegra þátta:                                          

 • Reynsla við tölvuvinnslu, s.s. við almennan notendahugbúnað, bókhaldskerfi og veitukerfi, er æskileg
 • Nákvæmni og skilvirkni í starfi
 • Samskiptahæfni

Kröfur er varða reynslu við sambærileg verkefni og sem starfið felur í sér:   

 • Starfsreynsla við verklegar framkvæmdir
 • Reynsla við gerð verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlana
 • Reynsla í mannlegum samskiptum þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, fyrir 30. júlí  2012.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Skúlason, veitustjóri Bláskógaveitu, í síma 893-3661 eða Jóhannes Sveinbjörnsson formaður veitustjórnar í síma 862-4503.

Bláskógabyggð, Aratungu, 801 Selfoss.  Heimasíða:  www.blaskogabyggd.is. Tölvupóstur: blaskogabyggd@blaskogabyggd.is .